þriðjudagur, ágúst 2

i belong to you....

Fathers be good to your daughters....

Ég bað pabba minn um að vera góðan við mig og gefa mér skólabækurnar í haust (John Meyer ekki svo vitlaus..veit hvað hann syngur kappinn!), hann sagði já; mamma ætlar að styrkja mig um 2 bónus poka á mánuði...þessi námslána pæling er kannski ekki svo slæm eftir allt saman!

celeb sighting í kefl í dag, engin önnur en fire/ice drottningin leonci var mætt á svæðið í massa hælum og rauðu frá toppi til táar..ég hélt aftur af mér með að stökkva ekki á hana og spyrja um átfittið og meikuppið...eða bara nýjasta smellinn...
sá líka Hjálmar...kannski er kefl bara málið eftir allt saman...
eða.....

Stelpan komst inn á Garðana!!!! Ég stökk hæð mína af gleði, ein í stofunni hjá mömmu að fagna frelsinu og unaðinum sem fylgir því að búa EIN, ALEIN...ég hef aldrei aldrei búið alein, jú í kannski 2 mánuði einu sinni en þetta verður í fyrsta sinn frá flutning míns og hafurtasksins sem að ég verð EIN....jey, hlakka voðalega mikið til, ætti að fá afhent 16.ágúst og skrifa undir samninginn á morgun...ætli ég fái innflutningsgjöf því að ég er að búa EIN?? það má örugglega alveg skoða það...hmmm....vantar nefnilega hina og þessa smáhluti...ekki það að fjölskyldan mín sé ekki dugleg að styrkja mig, bara um helgina græddi ég ísskáp og handklæði og serjíós fyrir árið, geri aðrir betur!

en talandi um bestu fjölskylduna í heiminum þá eyddi ég helginni með henni uppi í Kerengi, bústaðnum hjá Ömmu Möllu og Afa Gaua. Áður en lengra er haldið verður að útskýra nokkur atriði með fjölskylduna mína. Sko, Afi Gaui er kúreki, svona Clark Cable/Rhett pælingin og Amma Malla er þ.a.l Scarlett O´Hara. Þetta eru móðurforeldrarnir mínir. Ég samdi ástaróður til þeirra í vor í tilefni gullbrúðkaupsins þeirra, það ætti að gefa til kynna hversu mikilvæg þau eru í minni tilveru. Ég kemst ekki hjá því að fara frá þeim með einn eða tvo poka af dóti sem amma lumar að mér sem hún segist "ekki nota lengur", eins og t.d. óopnaðan pakka af sokkum og ísskáp,ristavél,straujárn og mat...ég gæti haldið svona áfram forever, amma mín og afi á Langholtinu eru hin einu og sönnu jóli og jóla, húsið er líka skreytt eftir því á hverju ári...
ALLAVEGA, mamma á 3 systur,Svölu,Eiríku og Særúnu, sem allar líta eins út en samt ekki, get it when jú sí it!Þær hef ég stundum kallað heilladísirnar mínar, svona eins og í Þyrnirós, mamma hefur oftar en einu sinni afneitað tenglsum okkar þegar ég er borin saman við SYSTURNAR....hver á sitt alter egó í mér, vil ég trúa....
þannig að helgin mín fór í Aðalssetrið með systrunum,mökum,börnum og ömmu og afa.
ÞETTA VAR ÆÐI!!!
ég hef ekki komið upp í bústað í 6 ár en það var eins og ekkert hafði breyst nema hvað amma er búin að hengja nornir úr loftinu og veggirnir eru farnir að vera nokkuð þéttir af blálituðu skrauti og jú það er varla hægt að þverfóta á þessum 9 hekterum af álfum og blómum hist og her, en þetta er bara amma, gotta love ´er.
Við erum að tala um að svilar kysstust,mágar vönguðu,afa dansaði við lónlíblúbojs á speedóinu sínu, amma og mamma rifust yfir vist og Svala frænka missti sig í ímynduðum dansi við Tom Jones með grand í annarri og máginn sinn í hinni...
ástin lá í loftinu og allir voru glaðir að vera samankominir upp í bústað, svona eins og í gamla daga....
alltaf gott að vera bara með fjölskyldunni, klárlega vanmetið! ég fékk ekki minnstu löngun í þjóðhátíð né innipúka; ég var í sögustund 24-7 að heyra um forna skandala og djúsí sögur um fólk sem ég ekki þekki, hlátrasköllin sem eru einkennandi fyrir "mitt fólk" kom heldur ekki að sök...það er bara hreinlega ekki hægt að taka dæmi um sögu því að leikrænu tilburðurnir voru þvílíkir!

ég komst ekki hjá því að hugsa með mér að hann verður vel valinn sá sem fær að taka þátt í þessu leynisamfélagi mínu, don Sólmanns....það er nefnilega ekki hverjum sem er sem er boðið í sunnudagskaffiboðin og fyllerís föstudagskvöldin.....

ég þarf að taka á honum stóra mínum nú í ágúst og fara í fjármálin mín sem virðast ekki vera sérlega hressandi, allavega ekki eins hressandi og ég hefði viljað að þau væru! en svona er að verða stór....
talandi um að vera fullorðin og búa EIN þá fór ég í dag og gekk í skatt fokk málin mín, kíkti á gamla launaseðla til að sjá að það er verið að taka mig í stjörnuna og sótti um umsóknareyðublöð fyrir húsaleigubætur, Sigga er stór og ótrúlega ábyrg ung kona! (sem sér um sig sjálf!)

ég mæli með bókinni THe 5 people you meet in heaven eftir Mitch Allen, ótrúlega góð og falleg pæling um það sem gerist eftir maður deyr (eða gæti gerst), það er meira að segja verið að gera mynd eftir bókinni...

ég er komin í lærigírinn, bara 2 daga í vinnu eftir og svo er bara Study City fyrir sigguna..einkar hressandi, ég byrjaði smá í dag....ekki nógu skemmtilegt verð ég að játa...ég datt óvart í það að taka arkítektinn á þetta og gera grófa uppsettningu húsgagna að íbúðinni...sem og IKEA lista...

ég er lista sjúk!
ég er núþegar komin með jólalistann fyrir 2005...og hvað mig langar að vinna við í framtíðinni, og hvaða lönd mig langar að sjá, hvernig draumaprinsinn á að vera (allt öðruvísi listi en flestir eru að hugsa,ég lofa),hvað mig langar að læra,hvað börnin mín gætu heitið,hvaða bækur ég á eftir að lesa og annan um myndirnar sem ég á eftir að sjá....
ég á 7 stílabækur uppfullar af listum um hitt og þetta.... bara mín eigin núróses sem ég tel vera í góðu lagi svo lengi sem ekki fylgir kvíði...hmmm....

kynlegt svona blogg...heyrði ég setti myndir inn á myspace á MSN.COM undir nafninu mínu þannig að ef einhverjum leiðist þá getur hann dundað sér í 2 mín við að finna prófílið mitt og svo aðrar 50 sek við að skoða myndir!

eitt brúðkaup eftir,2 búin...fór á wedding crashers í gær, ágætis skemmtun þar á ferð! mæli með henni svona í sumrinu og uhmmm...sólinni...

kláraði harry potter no.6, hmmm...nú er bara að bíða eftir no.7, það er eiginlega ekkert annað um það að segja, bara bíða og klára málið! en hún var spennandi á köflum, stundum frústrerandi en mjög trú sínum stíl miðað við hinar bækurnar, ég held að J.K sé orðin svoldið þreytt á þessum unglingum í Hogwarts...

pantaði endajaxlatöku í dag...góður endir á góðu sumri..

hvað er þetta afhverju hætti ég ekki að skrifa???

nú er ég hætt!
Góða nótt fagra fólk...
ef ég segi það ekki þegar ég sé þig þá segi ég það núna..
mér þykir vænt um þig :)

ást og friður
siggadögg

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er svooo gaman að lesa þig, Sigga! Vanalega nenni ég ekki að lesa svona langa pistla, en þínir eru öðruvísi.. :)

Nafnlaus sagði...

Hola! Q tal mi Sigga! I hope you are doing good. And you did not call me when you were alone in BCN. Un beso grande!
Chini

Sigga Dögg sagði...

ohhhh jey hjá fólki sem er að kommenta hjá mér!!!! ég er svo glöð.. stundum nefnilega finnst manni maður verða kjánalegur á svona bloggi og er ekki alveg viss hvað fer í gegnum hausinn á fólkinu sem les (nema þeir sem ráðast á mig á djamminu og spurja hvort ég sé geðveik..)
en já takk fyrir¨! I will keep up the blog!
og ljósa mín en gaman að þú og cini séuð í góðum fíling :)

Nafnlaus sagði...

Þú færð mig alltaf til að brosa og vekur upp skrítnar pælingar sem sækja ekki venjulega á mig. Það er gott að lesa Sigguna. Takk fyrir það KJ

Nafnlaus sagði...

hæ elskan mín og TIL HAMINGJU MEÐ ÍBÚÐINA!!! núna kemur maður í heimsókn til þín í garðana, ekki spurning...og ef þú verður þæg og sendir manni mail af og til!!!!!!! þá kannski færðu lítinn innflutningspakka...hmm...aldrei að vita. Hafðu það gott í bili elskan og við heyrumst fljótt! læt þig vita hvernig fer með heimferð í lok ágúst:)

eks sagði...

Til hamingju með íbúðina :) gott að vita af þér með fasta búsetu í RVK ;)

Sigga Dögg sagði...

KOMMENT MET!!!!!